Select Page

Gaman alla leið!

Kikk er nýtt fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur sem leigir út öflugar rafskútur sem eru skemmtilegar og nytsamar til styttri ferðalaga.

Kikk off!

Náðu í Ride-Fleet appið, notaðu Promotion Code: KIKK og byrjaðu gamanið.

Kikk ferðalag er umhverfisvænt og skemmtilegt!

Þegar þú hefur hlaðið niður ride-fleet appinu og stofnað reikning finnurðu Kikk skútu og aflæsir henni í appinu. Þú spyrnir þér af stað og og þrýstir á inngjöfina  á stýrinu og Hókus Pókus! Skemmtilega Kikk ferðalagið er hafið.

 

 

Í lok ferðar – Vertu viss um að Kikk skútan sé tilbúin fyrir næsta ferðalang með því að enda ferðina í appinu. Að deila er dyggð.

Verum örugg

Notum Hjálm.  Einn á hverja skútu.  Fylgjum lögum og högum okkur vel.

Notum hjóla- og gangstíga

Götur eru hættulegar.

Leggjum vel

Blokkerum ekki stíga og gangstéttir, virðum aðra.

Kikk svæðið

Við elskum miðbæinn og þess vegna byrjum við þar. Dökki flöturinn sýnir hvar finna má Kikk skútur í miðbænum ásamt stöðum í Laugardalnum og Perlunni. Það má ferðast víðar en það ber að skila Kikk skútum innan merktra svæða. Með tíð og tíma vex þjónustusvæðið.

Spurt og svarað

Hvað kostar að leigja?
Upphafsgjaldið er 100 Krónur og mínútan kostar 30 krónur. Dæmi: Það myndi kosta 250 Krónur að leigja Kikk skútu í 5 mínútur.
Hvaða skútur bjóðið þið upp á?
Rafskúturnar okkar eru af nýjustu kynnslóð Segway og heita Segway Max. Þær eru gerðar til að þola vind og veður. Max skúturnar eru með góðum bremsum sem bremsa að framan og aftan. Þær eru með loftfylltum 10 tommu stórum dekkjum sem gefa góða dempun á missléttu undirlagi. Þær eru með breiðum palli og svo eru þær langdrægar, öflugar og halda hraða jafnvel upp nokkuð brattar brekkur. Hámarkshraði er 25 km/h sem er í samræmi við íslensk lög.
Hvar má vera á Kikk skútum?
Það má vera nokkuð víða í Reykjavík, en það þarf að skila skútunum eins og sjá má á korti innan merktra svæða sem er í miðbænum, á nokkrum svæðum í Laugardalnum og við Perluna. Það ber að ganga vel frá þeim á sýnilegum stöðum og gæta þess að þær séu ekki fyrir annarri umferð akandi eða fótgangandi.
Þarf að nota hjálm?
Við mælum með að notaður sé hjálmur. Þannig er verulega dregið úr líkum á alvarlegum höfuðmeiðslum.
Hvað geri ég ef hjólið er bilað?
Kannaðu búnað eins og bremsur, ljós og dekk. Athugaðu svo með augljósar skemmdir. Verðir þú var við slíkt eða hlaupahjólið virkar ekki þá góðfúslega hafðu samband á support@kikk.bike
Hvernig fer ég varlega?
Það er gaman að vera á Kikk hlaupahjóli en samt þarf að fara varlega. Við þurfum alltaf að hafa báðar hendur á stýrinu. Hægja á okkur þegar hindranir eru framundan og sýna öðrum tillitsemi. Í hálku og bleytu ber að fara sérstaklega varlega og aftur er hjálmur málið.
Er aldurstakmark?
18 ára og eldri mega nota Kikk

Hafðu samband!

3 + 12 =